Ásdís Eva Hannesdóttir
Varamaður í stjórn fyrir hönd Norræna félagsins síðan 2012
Ásdís Eva er framkvæmdastjóri Norræna félagsins, hún hefur setið í varastjórn Snorrasjóðs um árabil sem fulltrúi þess. Ásdís Eva er viðskiptafræðingur og með MBA frá Háskóla Íslands. Einnig er Ásdís með gráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands og félags- og upplýsingatækni frá Háskólanum í Gautaborg.
Ásdís Eva hóf störf hjá Icelandair árið 1982 og vann þar í meira en tvo áratugi, fyrst sem flugfreyja og síðan sem yfirmaður Þjónustudeildar Icelandair. Þar af var Ásdís formaður Flugfreyjufélags Íslands frá 2001-2005. Ásdís Eva er formaður stjórnar Frjálsa lífeyrissjóðsins.
Ásdís Eva á ættingja bæði í móður- og föðurætt sem fluttu vestur um haf og er gaman að segja frá því að hún og Jody Arman-Jones sem einnig er í stjórn Snorrasjóðs og verkefnastjóri Snorra West eru skyldar í fjórða lið. Ásdís Eva er gift og á þrjú uppkomin börn og tvö barnabörn. Hún hefur gaman af ferðalögum og að spila golf, og byrjar alla daga á sundferð í Vesturbæjarlaug.
Ásdís Eva hóf störf hjá Icelandair árið 1982 og vann þar í meira en tvo áratugi, fyrst sem flugfreyja og síðan sem yfirmaður Þjónustudeildar Icelandair. Þar af var Ásdís formaður Flugfreyjufélags Íslands frá 2001-2005. Ásdís Eva er formaður stjórnar Frjálsa lífeyrissjóðsins.
Ásdís Eva á ættingja bæði í móður- og föðurætt sem fluttu vestur um haf og er gaman að segja frá því að hún og Jody Arman-Jones sem einnig er í stjórn Snorrasjóðs og verkefnastjóri Snorra West eru skyldar í fjórða lið. Ásdís Eva er gift og á þrjú uppkomin börn og tvö barnabörn. Hún hefur gaman af ferðalögum og að spila golf, og byrjar alla daga á sundferð í Vesturbæjarlaug.