Jody Arman-Jones
Verkefnastjóri Snorri West síðan 2016
Aðalmaður í stjórn fyrir hönd INLNA/INLUS síðan 2019
Jody ólst upp í Norður Dakota en hefur lengst af búið í Minnesota. Hún á ættir að rekja til Íslands í gegnum föður sinn og er afar þakklát fyrir fjölbreyttan bakgrunn fjölskyldu sinnar. Jody er með gráðu í heilbrigðisfræðum, leikfimi, frönsku og markþjálfun. Hún hefur helgað feril sinn kennslu og fræðslustörfum og unnið í ríkisskólum, heilbrigðisgeiranum og fyrir bandaríska Rauða krossinn í Minnesota. Eitt af hennar fyrstu verkefnum var kennslustarf í alþjóðlegum skóla í Genf, Sviss (sem varð til þess að hún heimsótti Ísland í fyrsta sinn). Jody hefur alla tíð verið virk í sjálfboðaliðsstörfum fyrir alls kyns stofnanir og málstaði.
Þrátt fyrir margra ára hjónaband, tvö uppkomin börn og þrjú barnabörn hefur áhugi Jody á Íslandi aldrei dvínað. Hún tók þátt í Snorri Plús árið 2012 og dóttir hennar fór ári seinna í Snorraverkefnið. Jody hafði umsjón með hluta Snorri West ferðarinnar árið 2016, er í stjórn Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi (INLNA) og er verkefnisstjóri Snorri West fyrir bæði INLNA og Þjóðræknisfélag Íslendinga í Bandaríkjunum (INLUS). Þar að auki hefur hún starfað í framkvæmdastjórn íslenska Hekluklúbbsins í Minnesota um árabil. Jody kom í stjórn Snorrasjóðs árið 2019.
Helsti drifkraftur Jody í starfi sínu fyrir Snorrasjóð er að sjá aðra upplifa sömu tilfinningar og skilning eins og hún gerði á sínum tíma í gegnum Snorri Plús. Hún er þakklát fyrir vinskapinn og tengslin sem hafa myndast í gegnum Snorraverkefnin og allt yndislega fólkið sem vinnur þrotlausa og óeigingjarna vinnu til að skapa upplifun þátttakanda og halda Snorraverkefnunum á lífi.
Þrátt fyrir margra ára hjónaband, tvö uppkomin börn og þrjú barnabörn hefur áhugi Jody á Íslandi aldrei dvínað. Hún tók þátt í Snorri Plús árið 2012 og dóttir hennar fór ári seinna í Snorraverkefnið. Jody hafði umsjón með hluta Snorri West ferðarinnar árið 2016, er í stjórn Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi (INLNA) og er verkefnisstjóri Snorri West fyrir bæði INLNA og Þjóðræknisfélag Íslendinga í Bandaríkjunum (INLUS). Þar að auki hefur hún starfað í framkvæmdastjórn íslenska Hekluklúbbsins í Minnesota um árabil. Jody kom í stjórn Snorrasjóðs árið 2019.
Helsti drifkraftur Jody í starfi sínu fyrir Snorrasjóð er að sjá aðra upplifa sömu tilfinningar og skilning eins og hún gerði á sínum tíma í gegnum Snorri Plús. Hún er þakklát fyrir vinskapinn og tengslin sem hafa myndast í gegnum Snorraverkefnin og allt yndislega fólkið sem vinnur þrotlausa og óeigingjarna vinnu til að skapa upplifun þátttakanda og halda Snorraverkefnunum á lífi.