Soffía Ásgeirs Óskarsdóttir
Settur formaður síðan nóvember 2023
Aðalmaður í stjórn fyrir hönd ÞFÍ síðan 2019
Soffía fæddist í Reykjavík en ólst upp á Seltjarnarnesi. Hún var búsett þar til 19 ára aldurs og telur sig vera Seltirning. Soffía gekk í Kvennaskólann og seinna í VIA University College í Danmörku þar sem hún lærði pædagog, þroska- og uppeldisfræði. Soffía hefur mestmegnis verið heimavinnandi við að ala upp börnin sín sex. Einnig hefur hún starfað á leikskólum, upptökuheimili fyrir vanrækt börn og unglinga, og núna starfar hún hjá barnavernd á Seltjarnarnesi.
Soffía bjó í Winnipeg í þrjú ár og starfaði á Aðalræðisskrifstofunni. Þegar hún var nýkomin heim til Íslands fékk hún símtal frá Svavari Gestssyni sem sannfærði hana um að hún ætti heima hjá Þjóðræknisfélagi Íslendinga (ÞFÍ). Soffía var orðin nokkuð vel að sér og tengd málefnum Vestur-Íslendinga samfélagsins eftir að hafa búið í Kanada, og langaði að láta gott af sér leiða með öllu því góða fólki sem kemur þar að. Hún gekk því til liðs við ÞFÍ og situr enn í stjórn þess.
Soffía kynntist verkefnum Snorrasjóðs í gegnum stjórnarsetu sína hjá ÞFÍ. Þegar henni bauðst að koma í stjórn Snorrasjóðs segist hún hafa slegið til þar sem henni þyki brýnt að þessi flottu samtök og verkefni fái að starfa áfram á þeim forsendum sem þau hafa gert. Soffía hefur hýst nokkra Snorra sem hafa komið aftur til Íslands, sem og tvær íslenskar stúlkur úr Snorra West verkefninu þegar þær voru á ferð ásamt tveimur öðrum í Winnipeg og Gimli. Hún segir það hafa verið afar skemmtilegt að kynnast þessu góða fólki.
Soffía er gift Sigurjóni Jónssyni og þau eiga sex börn og þrjú barnabörn. Þau búa á höfuðborgarsvæðinu.
Soffía bjó í Winnipeg í þrjú ár og starfaði á Aðalræðisskrifstofunni. Þegar hún var nýkomin heim til Íslands fékk hún símtal frá Svavari Gestssyni sem sannfærði hana um að hún ætti heima hjá Þjóðræknisfélagi Íslendinga (ÞFÍ). Soffía var orðin nokkuð vel að sér og tengd málefnum Vestur-Íslendinga samfélagsins eftir að hafa búið í Kanada, og langaði að láta gott af sér leiða með öllu því góða fólki sem kemur þar að. Hún gekk því til liðs við ÞFÍ og situr enn í stjórn þess.
Soffía kynntist verkefnum Snorrasjóðs í gegnum stjórnarsetu sína hjá ÞFÍ. Þegar henni bauðst að koma í stjórn Snorrasjóðs segist hún hafa slegið til þar sem henni þyki brýnt að þessi flottu samtök og verkefni fái að starfa áfram á þeim forsendum sem þau hafa gert. Soffía hefur hýst nokkra Snorra sem hafa komið aftur til Íslands, sem og tvær íslenskar stúlkur úr Snorra West verkefninu þegar þær voru á ferð ásamt tveimur öðrum í Winnipeg og Gimli. Hún segir það hafa verið afar skemmtilegt að kynnast þessu góða fólki.
Soffía er gift Sigurjóni Jónssyni og þau eiga sex börn og þrjú barnabörn. Þau búa á höfuðborgarsvæðinu.