Snorri West veitir Íslendingum á aldrinum 20-30 ára einstakt tækifæri til að kynnast sögu og þeim staðháttum sem biðu Vesturfaranna sem fluttu til Norður-Ameríku frá Íslandi. Hartnær 20% þjóðarinnar ákvað að leggja land undir fót frá miðri 19. öldinni og allt fram að fyrri heimsstyrjöld í leit að nýju lífi.
Þetta sumarævintýri stendur yfir í fjórar vikur og munu þátttakendur:
- Ferðast um Kanada og Bandaríkin.
- Heimsækja landsvæði þar sem íslenskir landnemar settust að á sínum tíma.
- Kynnast Íslendingasamfélaginu og afkomendum Vestur-Íslendinga og hvernig þeir halda sögunni í heiðri.
- Upplifa bæjarmenningu, sögu og náttúru hvers staðar fyrir sig.
- Betrumbæta enskukunnáttu sína og mynda ævilöng vinatengsl.
- Og auðvitað margt fleira!
Snorri West ævintýrið er skipulagt og framkvæmt af Þjóðræknisfélagi Íslendinga í Vesturheimi (INLNA) og Þjóðræknisfélagi Bandaríkjanna (INLUS), í samstarfi við Snorrasjóð á Íslandi. Aðaltilgangur Snorri West, eins og annarra Snorraverkefna, er að styrkja og mynda tengsl milli Íslendinga og afkomenda Vestur-Íslendinga í Norður-Ameríku.
Bráðabirgðadagsetningar ferða 19 júní - 17 júlí, 2025.
Umsóknarfrestur mánudaginn 17. febrúar 2025.
Bráðabirgða dagsetning viðtala er föstudaginn 21. febrúar 2025.
Þátttökugjaldið nemur $3000 USD á mann.
Umsóknarfrestur mánudaginn 17. febrúar 2025.
Bráðabirgða dagsetning viðtala er föstudaginn 21. febrúar 2025.
Þátttökugjaldið nemur $3000 USD á mann.
Hvert liggur leiðin?Þar sem Norður-Ameríka er gríðarstór, og til þess að þátttakendur nái að kynnast staðháttum, þá er heimsálfunni skipt í fjögur svæði (corridors): Miðríki (Central corridor), Fjalla (Mountain corridor), Austur (Eastern corridor) og Kyrrahafi (Pacific corridor). Einungis eitt svæði er heimsótt hverju sinni en skipt er um svæði á fjögurra ára fresti.
Skipuleggjendur Snorri West leggja sig alla fram við að hafa uppi á og mynda tengsl við fjarskylda ættingja þátttakenda í Norður-Ameríku. Þátttakendur í Snorri West árið 2025 munu heimsækja Ontario, Nova Scotia and Utah |
Innifalið í ferðinni!
|
Finna mögulega ættingja!Verkefnastjórar Snorri West vinna í samstarfi við ættfræðinga frá Icelandic Roots við að finna fjarskylda ættingja í Norður-Ameríku sem þátttakendur fá tækifæri til að hitta á ferðalagi sínu. Um leið og umsókn hefur verið samþykkt eru þátttakendur settir í samband við ættfræðing sem fræðir þá um forfeður og möguleg skyldmenni í Norður-Ameríku.
Langflestir Íslendingar eiga ættingja í Norður-Ameríku! |
Past Snorri West Experiences:
|
|
What past participants have said...
"I am so grateful to all the people that did a lot of jobs so this trip was possible for us. This trip is the most fun thing I have done and I owe that to all the great people I met. The host families and coordinators made us feel so welcome and I am glad I got an opportunity to meet all of them. Everybody was so friendly and treated us with a lot of hospitality. " — A participant from Verzlunarskóli Íslands
"It was great to stay with all the host families. They were quite welcoming. Thank you all for making this trip a wonderful experience that I wouldn't have missed for the world. " — A participant from Menntaskólinn við Hamrahlíð
"I had a really enjoyable trip and am really thankful for the kindness, hospitality and generosity we experienced everywhere we went. I will certainly come again to Canada and visit all the great people we met." — A participant from Akureyri
"I would like to thank all those who have something to do with the Snorri West Program. The program is very well organized and well taken care of. It takes a lot of work to do what everyone in the program did and I appreciate it very much. I want to thank my coordinators for doing such a great job in arranging things. I would be glad if you could tell the families that I stayed with how grateful I am that I got the chance to stay with them. They were all so welcoming and showed us hospitality. It was great meeting local people everywhere we went who knew about the places we visited. The people I met throughout the trip were nice to us and were interested in learning more about Iceland - just like we are interested in learning more about North-America." — A participant from the University of Iceland
Ferðakostnaður 2025?
Þátttökugjald fyrir Snorri West er $3,000 USD
Þátttakendur fá einn frjálsan dag í viku – og gætu þurft að bera sjálfir kostnað á þessum dögum. Einnig ef þátttakendur vilja kaupa sér minjagripi eða aðra persónulega hluti, gjafir og annað sem ekki er tekið fram í dagskrá Snorri West.
Þátttakendur þurfa að vera með ferðatryggingu fyrir Norður-Ameríku sem dekkar sjúkrakostnað, neyðarflutning og forfallagjald.
Þátttakendur fá einn frjálsan dag í viku – og gætu þurft að bera sjálfir kostnað á þessum dögum. Einnig ef þátttakendur vilja kaupa sér minjagripi eða aðra persónulega hluti, gjafir og annað sem ekki er tekið fram í dagskrá Snorri West.
Þátttakendur þurfa að vera með ferðatryggingu fyrir Norður-Ameríku sem dekkar sjúkrakostnað, neyðarflutning og forfallagjald.
Hægt er að lesa um aflýsingar og endurgreiðslur, hér.