Mallory Swanson
Fulltrúi Snorri Alumni Association síðan 2023
Mallory er fædd í Cavalier, Norður-Dakóta og ólst upp í Edinburg, Norður-Dakóta og Moorhead, Minnesota í Bandaríkjunum. Hún stundaði nám hjá University of Minnesota-Twin Cities og útskrifaðist með bæði BA-gráðu og MA-gráðu í talmeinafræði. Frá 2011-2020 vann hún sem talmeinafræðingur hjá Saint Paul Public Schools í Minnesota.
Sumarið 2011 tók Mallory þátt í Snorraverkefninu og dvaldi hjá ættingjum á Fáskrúðsfirði í þrjár vikur. Þessi upplifun breytti lífi hennar og hún kom aftur til landsins á hverju ári til að heimsækja vini og sjá meira af landinu. Árið 2016 var hún valin til að taka þátt í Snorri Alumni Internship verkefninu sem var stofnað árinu áður. Sem bandaríski lærlingurinn varði hún sumrinu á Hofsósi og vann á Vesturfarasetrinu ásamt kanadískum samstarfsmanni.
Árið 2020, eftir að hafa heimsótt landið á hverju ári í tæpan áratug, ákvað Mallory að flytja til Íslands. Hún skráði sig í tveggja ára MA-nám í Háskóla Íslands og bjó í Reykjavík, þar sem hún vann í alþjóðaskóla með náminu. Eftir að hafa lokið náminu flutti Mallory norður til Hofsóss til að vinna á Vesturfarasetrinu. Auk vinnu og náms hefur Mallory áður verið í stjórn Icelandic National League of Minnesota og var formaður Snorri Alumni Association í mörg ár.
Sumarið 2011 tók Mallory þátt í Snorraverkefninu og dvaldi hjá ættingjum á Fáskrúðsfirði í þrjár vikur. Þessi upplifun breytti lífi hennar og hún kom aftur til landsins á hverju ári til að heimsækja vini og sjá meira af landinu. Árið 2016 var hún valin til að taka þátt í Snorri Alumni Internship verkefninu sem var stofnað árinu áður. Sem bandaríski lærlingurinn varði hún sumrinu á Hofsósi og vann á Vesturfarasetrinu ásamt kanadískum samstarfsmanni.
Árið 2020, eftir að hafa heimsótt landið á hverju ári í tæpan áratug, ákvað Mallory að flytja til Íslands. Hún skráði sig í tveggja ára MA-nám í Háskóla Íslands og bjó í Reykjavík, þar sem hún vann í alþjóðaskóla með náminu. Eftir að hafa lokið náminu flutti Mallory norður til Hofsóss til að vinna á Vesturfarasetrinu. Auk vinnu og náms hefur Mallory áður verið í stjórn Icelandic National League of Minnesota og var formaður Snorri Alumni Association í mörg ár.