Atli Geir Halldórsson
Verkefnastjóri Snorrasjóðs
Atli Geir Halldórsson tók formlega við stöðu verkefnastjóra með Julie Summers 4. október 2023. Hann var aðstoðarverkefnastjóri á skrifstofu Norræna félagsins og Snorrasjóðs sumrin 2022 og 2023. Helstu verkefni hans voru að hjálpa með Nordjobb og halda sumarfrístundadagsskrá fyrir Norræn ungmenni. Auk þess hjálpaði hann þáverandi verkefnastjóra Snorraverkefnanna með framkvæmd verkefnanna yfir sumarið. Atli fjölbreytta starfsreynslu í íslensku atvinnulífi.
Atli stundaði nám í Danmörku eftir menntaskóla, fyrst í lýðháskólanum Testrup Højskole og seinna í listaskóla Árósa (Århus kunstskole). Þar að auki hefur hann stundað sjálfboðaliðastarf á sviði menningar- og félagsmála. Nýlega tók hann þátt í að skipuleggja og halda Lýðræðishátíð unga fólksins á Norðurlöndum 2023 (Ungdommens Folkemøde Nord 2023). Atli tók við sæti í stjórn Ung Norræn, ungmennafélags Norræna félagsins í mars 2023.
Atli er skyldur Vesturförum í bæði föður og móðurætt sinni. Atli býr í Vancouver hluta ársins með kærustunni sinni Claire þar sem hún stundar Háskólanám. Claire tók þátt í Snorra Verkefninu sumarið 2022, þau kynntust á Íslandi og hafa ferðast saman um hluta Kanada og Ísland þar sem þau dvelja saman yfir sumarið.
Atli stundaði nám í Danmörku eftir menntaskóla, fyrst í lýðháskólanum Testrup Højskole og seinna í listaskóla Árósa (Århus kunstskole). Þar að auki hefur hann stundað sjálfboðaliðastarf á sviði menningar- og félagsmála. Nýlega tók hann þátt í að skipuleggja og halda Lýðræðishátíð unga fólksins á Norðurlöndum 2023 (Ungdommens Folkemøde Nord 2023). Atli tók við sæti í stjórn Ung Norræn, ungmennafélags Norræna félagsins í mars 2023.
Atli er skyldur Vesturförum í bæði föður og móðurætt sinni. Atli býr í Vancouver hluta ársins með kærustunni sinni Claire þar sem hún stundar Háskólanám. Claire tók þátt í Snorra Verkefninu sumarið 2022, þau kynntust á Íslandi og hafa ferðast saman um hluta Kanada og Ísland þar sem þau dvelja saman yfir sumarið.