Hulda Karen Daníelsdóttir
Formaður Snorrasjóðs síðan 2019
Hulda Karen Daníelsdóttir er fædd í Ytri-Njarðvík, yngst fimm systkina. Hún gekk þar í skóla, en síðan lá leið hennar í Menntaskólann við Tjörnina þaðan sem hún lauk stúdentsprófi. Árið 1977 flutti hún til Winnipeg í Kanada og nam við Manitóbaháskóla og útskrifaðist þaðan með BA og MA gráðu. Hulda Karen flutti heim til Íslands ásamt eiginmanni og börnum árið 1994.
Á meðan Hulda Karen bjó í Winnipeg var hún mjög virk í samfélagi afkomenda Íslendinga. Hún kenndi íslensku við Íslenskudeild Manitóbaháskóla, var menningarfulltrúi í stjórn Icelandic National League og ritstjóri vikublaðsins Lögbergs-Heimskringlu svo fátt eitt sé nefnt. Í fjölmörg ár kenndi Hulda Karen fullorðnu fólki íslensku í Scandinavian Centre í Winnipeg og börnum í sumarbúðum fyrir afkomendur íslenskra landnema í Kanada.
Eftir heimkomuna kenndi Hulda Karen við Grunnskólann á Hellissandi, Borgarholtsskóla og var stundakennari við Háskóla Íslands. Í tuttugu ár sinnti hún starfi kennsluráðgjafa/sérfræðings í íslensku sem öðru tungumáli, eða þar til hún fór á eftirlaun í febrúar á þessu ári. Engu að síður heldur hún ótrauð áfram og sinnir félagsstörfum í sjálfboðavinnu og er nú formaður Þjóðræknisfélags Íslendinga og Snorrasjóðs.
Hulda Karen er gift Guy Conan Stewart og eiga þau þrjú börn og fjögur barnabörn. Hulda Karen og Guy búa í Reykjavík og stunda sundlaugar borgarinnar reglulega og hafa mikið yndi af fjallgöngum og samvistum við fjölskyldu og vini.
Á meðan Hulda Karen bjó í Winnipeg var hún mjög virk í samfélagi afkomenda Íslendinga. Hún kenndi íslensku við Íslenskudeild Manitóbaháskóla, var menningarfulltrúi í stjórn Icelandic National League og ritstjóri vikublaðsins Lögbergs-Heimskringlu svo fátt eitt sé nefnt. Í fjölmörg ár kenndi Hulda Karen fullorðnu fólki íslensku í Scandinavian Centre í Winnipeg og börnum í sumarbúðum fyrir afkomendur íslenskra landnema í Kanada.
Eftir heimkomuna kenndi Hulda Karen við Grunnskólann á Hellissandi, Borgarholtsskóla og var stundakennari við Háskóla Íslands. Í tuttugu ár sinnti hún starfi kennsluráðgjafa/sérfræðings í íslensku sem öðru tungumáli, eða þar til hún fór á eftirlaun í febrúar á þessu ári. Engu að síður heldur hún ótrauð áfram og sinnir félagsstörfum í sjálfboðavinnu og er nú formaður Þjóðræknisfélags Íslendinga og Snorrasjóðs.
Hulda Karen er gift Guy Conan Stewart og eiga þau þrjú börn og fjögur barnabörn. Hulda Karen og Guy búa í Reykjavík og stunda sundlaugar borgarinnar reglulega og hafa mikið yndi af fjallgöngum og samvistum við fjölskyldu og vini.