Pála Hallgrímsdóttir
Aðalmaður í stjórn síðan 2024
Tilnefnd sameiginlega af Þjóðræknisfélagi Íslendinga og Norræna félaginu
Pála Hallgrímsdóttir er menntuð sem stjórnmálafræðingur og með meistaragráðu í alþjóðasamskiptum. Hún hefur sóst eftir að sækja menntun sína bæði hérlendis, við Háskóla Íslands, og erlendis. Hún stundaði m.a. skiptinám við American University í Bandaríkjunum, Washington DC í utanríkisstefnu Bandaríkjanna í grunnnámi, og svo við Stokkhólms háskóla í Svíþjóð þar sem hún lærði alþjóðasamskipti og stjórnmálafræði á meistarastigi í alþjóðasamskiptum.
Pála hefur víðtæka reynslu af verkefnastjórnun og alþjóðasamstarfi. Hún vann í meira en 10 ár hjá Ríkisútvarpinu (RÚV) í allskyns dagskrárgerð og framleiðslu í sjónvarpi en einnig vefumsjón og í útvarpi. Pála hefur einnig unnið sem blaðamaður hjá MAN magasín og Fluginu. Auk þess starfaði Pála sem flugfreyja hjá Flugfélagi Íslands,Icelandair og Emirates, með búsetu í Dubai, Sameinuðu Furstadæmunum.
Pála tók við sem verkefnastjóri Snorrasjóðs í byrjun 2020. Haustið 2022 hætti hún störfum sem verkefnastjóri til að hefja starf sem samskiptafulltrúi hjá Veðurstofu Íslands. Um leið var hún valin í stjórn Snorrasjóðs og jafnframt kjörin sem formaður þess. Hún gegndi því hlutverki í níu mánuði. Eftir stutt hlé tók hún sæti í stjórn á ný, tilnefnd af bæði Þjóðræknisfélagi Íslendinga og Norræna félagsins. Pála tók einnig við sem formaður Þjóðræknisfélagsins í september 2023.
Pála er mjög áhugasöm um sögu Vesturfaranna og hlakkar til að halda áfram að styrkja og viðhalda tengslum milli Íslendinga og afkomenda Vestur-Íslendinga. Hún ólst upp í Kópavogi en býr nú í Reykjavík ásamt syni sínum, Hallgrími Ara.
Pála hefur víðtæka reynslu af verkefnastjórnun og alþjóðasamstarfi. Hún vann í meira en 10 ár hjá Ríkisútvarpinu (RÚV) í allskyns dagskrárgerð og framleiðslu í sjónvarpi en einnig vefumsjón og í útvarpi. Pála hefur einnig unnið sem blaðamaður hjá MAN magasín og Fluginu. Auk þess starfaði Pála sem flugfreyja hjá Flugfélagi Íslands,Icelandair og Emirates, með búsetu í Dubai, Sameinuðu Furstadæmunum.
Pála tók við sem verkefnastjóri Snorrasjóðs í byrjun 2020. Haustið 2022 hætti hún störfum sem verkefnastjóri til að hefja starf sem samskiptafulltrúi hjá Veðurstofu Íslands. Um leið var hún valin í stjórn Snorrasjóðs og jafnframt kjörin sem formaður þess. Hún gegndi því hlutverki í níu mánuði. Eftir stutt hlé tók hún sæti í stjórn á ný, tilnefnd af bæði Þjóðræknisfélagi Íslendinga og Norræna félagsins. Pála tók einnig við sem formaður Þjóðræknisfélagsins í september 2023.
Pála er mjög áhugasöm um sögu Vesturfaranna og hlakkar til að halda áfram að styrkja og viðhalda tengslum milli Íslendinga og afkomenda Vestur-Íslendinga. Hún ólst upp í Kópavogi en býr nú í Reykjavík ásamt syni sínum, Hallgrími Ara.