Hrannar Björn Arnarsson Aðalmaður í stjórn fyrir hönd Norræna félagsins síðan 2020
Hrannar Björn Arnarsson er framkvæmdastjóri ADHD samtakanna. Hann er einnig formaður Norræna félagsins á Íslandi, varaforseti ADHD Europe og ræðismaður Georgíu á Íslandi.
Hrannar hefur fjölbreytta starfsreynslu hjá hinu opinbera og í einkarekstri sem hann hefur unnið sér inn seinustu tvo áratugina. Meðal annars hefur hann verið framkvæmdastjóri þinghóps í Norðurlandaráði, persónulegur og pólitískur ráðgjafi ráðherra og forsætisráðherra Íslands og borgarfulltrúi í Reykjavík. Starf hans hefur náð vítt og breytt um Ísland, Norðurlöndin og Evrópu.
Í meira en tvo áratugi stýrði Hrannar einnig sínu eigin sölu- og markaðsfyrirtæki og hefur einnig unnið sem sölu- og markaðsstjóri hjá nokkrum stærstu fjölmiðla- og útgáfufyrirtækjum á Íslandi. Hrannar er giftur, á fjögur börn og býr í Reykjavík.