Julie Summers
Verkefnastjóri Snorrasjóðs
Ellefu árum eftir að hafa sjálf tekið þátt í Snorraverkefninu tók Julie við stöðu verkefnastjóra ásamt Atla Geir Halldórssyni. Julie er fædd og uppalin í Washington fylki í Bandaríkjunum. Hún starfaði sem sjálfboðaliði hjá AmeriCorps og á skrifstofu sem sér um aðstoð og úrræði fyrir fólk með fötlun í stórum háskóla. Julie lauk BA gráðu í ensku áður en hún fór í Snorraverkefnið árið 2012 og kynntist þar með Íslandi og ættartengslum sínum til Íslands. Þegar Julie var í Snorraverkefninu gisti hún á Vestfjörðum hjá fjarskyldum ættingjum sem töluðu nánast enga ensku, vann í lítilli verslun og í fiskvinnslu.
Eftir Snorraævintýrið hélt Julie áfram að læra íslensku á eigin vegum en fékk svo Fulbright styrk árið 2014 sem var að hluta til fjármagnað af menntamálaráðuneytinu. Í kjölfarið flutti Julie til Íslands og hóf nám í Háskóla Íslands. Hún útskrifaðist svo með BA gráðu í íslensku sem annað tungumál í maí 2017 og lauk MA gráðu í þýðingafræðum frá sama skóla 2021.
Julie starfaði sem blaðamaður og aðstoðarritstjóri fyrir Lögberg-Heimskringlu, einnig hefur hún unnið með Icelandic Roots í nokkur ár. Hún var fulltrúi fyrrverandi þátttakenda (Snorri Alumni Association) í stjórn Snorrasjóðs frá 2016-2023. Ásamt vinnu sinni fyrir Snorraverkefnin vinnur Julie sem sjálfstætt starfandi þýðandi og prófarkalesari. Meirihluta ársins dvelur hún í Þýskalandi ásamt eiginmanni sínum, Jan, og tveimur köttum sem bera að sjálfsögðu íslensk nöfn.
Eftir Snorraævintýrið hélt Julie áfram að læra íslensku á eigin vegum en fékk svo Fulbright styrk árið 2014 sem var að hluta til fjármagnað af menntamálaráðuneytinu. Í kjölfarið flutti Julie til Íslands og hóf nám í Háskóla Íslands. Hún útskrifaðist svo með BA gráðu í íslensku sem annað tungumál í maí 2017 og lauk MA gráðu í þýðingafræðum frá sama skóla 2021.
Julie starfaði sem blaðamaður og aðstoðarritstjóri fyrir Lögberg-Heimskringlu, einnig hefur hún unnið með Icelandic Roots í nokkur ár. Hún var fulltrúi fyrrverandi þátttakenda (Snorri Alumni Association) í stjórn Snorrasjóðs frá 2016-2023. Ásamt vinnu sinni fyrir Snorraverkefnin vinnur Julie sem sjálfstætt starfandi þýðandi og prófarkalesari. Meirihluta ársins dvelur hún í Þýskalandi ásamt eiginmanni sínum, Jan, og tveimur köttum sem bera að sjálfsögðu íslensk nöfn.